Inkasso býður nú uppá nútíma kröfufjármögnun
Inkasso býður nú fyrirtækjum upp á nýja tegund kröfufjármögnunar.
Ólíkt því sem tíðkast hefur í kröfufjármögnun er Inkasso ekki í neinu sambandi við greiðandann vegna fjármögnunarinnar og hann veit því í raun ekki að krafan er fjármögnuð.
Ferlið er einstaklega þægilegt. Kröfuhafi fær aðgang að vefviðmóti þar sem hann velur útistandandi reikninga (kröfur) sem hann vill fjármagna og við gerum tilboð í þær kröfur sem eru tækar til fjármögnunar. Inkasso fjármagnar allt að 90% af upphæð fjármagnaðra krafna og ef kröfuhafi samþykkir tilboðið millifærum við upphæðina samstundis.
Greiðandi greiðir svo kröfuna í banka þar sem hún er í nafni kröfuhafa eins og vant er. Uppgjör fer einnig fram samstundis með sjálfvirkri millifærslu af bankareikningi kröfuhafa. Þannig er ferlið "ósýnilegt" gagnvart greiðanda.
Fáðu meiri upplýsingar um kröfufjármögnun með því að smella hér.
Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 520-4040 eða tölvupósti á netfangið sala@inkasso.is til þess að kanna hvort kröfufjármögnun Inkasso henti þínu fyrirtæki.