Nútíma kröfufjármögnun
Fyrirtæki geta nú breytt útistandandi reikningum í handbært fé! Ólíkt því sem tíðkast hefur í kröfufjár-mögnun er Inkasso ekki í neinu sambandi við greiðandann vegna fjármögnunarinnar og hann veit í raun ekki að krafan sé fjármögnuð.
Hafðu sambandKröfuhafavefur
Hér geta kröfuhafar með samning við Inkasso Fjármögnun valið þær kröfur sem þeir vilja fá fjármagnaðar og sent inn umsókn. Sé tilboðið samþykkt af kröfuafa millifærum við upphæðina samstundis.
Einfalt og þægileg
Þú velur útistandandi reikninga (kröfur) sem þú vilt fjármagna á vefnum og sé krafan tæk til fjármögnunar gerum við þér tilboð. Við fjármögnum 70-90% af upphæð fjármagnaðra krafna. Ef þú samþykkir tilboðið millifærum við upphæðina samstundis. Þegar greiðandi greiðir fer uppgjör fram samstundis með sjálfvirkri millifærslu af bankareikningi þínum til okkar.
Dæmi um kröfu uppá 500 þúsund
Krafa á fyrirtæki sem er góður greiðandi uppá 500.000,- með eindaga 25 dögum síðar er valin til fjármögnunar.
Inkasso býður 85% fjármögnun og millifærir kr. 425.000 á reikning kröfuhafa.
Inkasso býður kr. 12.500 í kostnað sem greiðist þegar krafan greiðist.
Þegar krafan greiðist millifærir Inkasso 62.500 á kröfuhafa (eftirstöðvar kröfunnar mínus þóknun Inkasso uppá kr. 12.500).
Almenn viðmið
Kröfueigandi sem ætlar að fjármagna kröfur þarf að vera í viðskiptum við Inkasso (kröfustofnun og innheimtu).
Kröfueigandi þarf að vera fyrirtæki og greiðandi sömuleiðis.
Heilbrigður rekstur hjá kröfuhafa og greiðanda.
Kröfur sem á að fjármagna mega ekki vera komnar í vanskil.
Hver krafa sem óskað er að fjármagna er skoðuð sérstaklega af lánastjóra sem sendir kröfuhafa tilboð í fjármögnunina.
Næstu skref
Trygging fyrir útlánum er að fjármögnuð krafa er framseld Inkasso með ábyrgð kröfuhafa (fyrirtæki) og Inkasso framselur kröfuna svo til baka eftir að greiðsla er móttekin. Í flestum tilfellum er þetta eina tryggingin sem farið er fram á.
Ef öll skilyrði eru uppfyllt er samningur gerður um aðgang að þjónustunni. Til þess að nýta þjónustuna þarf einnig að veita Inkasso aðgang að ráðstöfunarreikningum innheimtukrafna fyrirtækisins.
Þá þarft þú að veita samþykki fyrir að virkja STP (Straight-Through-Process payments) til lestrar og millifærslna til að Inkasso geti skuldfært banka- reikninginn þegar fjármögnuð krafa hefur verið greidd.