Notkun á vefkökum
Hvað eru vefkökur (e. Cookies)?
Vefkökur eru litlar textaskrár sem er komið fyrir á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíðu. Þegar þú heimsækir vefsíðuna næst í sama tæki man síðan eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna. Slíkar vefkökur eru notaðar til þess að bæta virkni vefsíðunnar, greina umferð um hana og bæta þjónustu við notendur. Flestar vefkökur varðveitast aðeins í stuttan tíma en aðrar geta varðveist lengur.
Inkasso notar vefkökur til að bæta notendaupplifun og þjónustustig gesta sinna á vefsíðunni. Stefnan hér að neðan fer nánar út í hvernig við gerum það og hvernig vefkökur eru notaðar og haldið utan um þær.
Vefkökur auðvelda vefsíðunni, eða öðrum vefsíðum, að vita hvaða tæki þú notar við næstu heimsókn. Fæstar vefkökur safna upplýsingum sem auðkenna þig, en leitast þess í stað við að sækja að öllu almennari upplýsingar eins og hvernig notendur koma á síðuna og nota þær, eða almennar upplýsingar um staðsetningu notanda.
Hvers konar vefkökur notar Inkasso?
Inkasso notar fyrsta-aðila vefkökur (e. first-party cookies) og þriðja-aðila kökur (e. third-party cookies).
Fyrsta-aðila vefkökur verða til á því vefsvæði sem þú heimsækir, í þessu tilfelli á síðum Inkasso ehf., og kallast vefkökur fyrsta aðila.
Sumar af þessum vefkökum eru nauðsynlegar fyrir fulla virkni vefsíðnanna og til þess að þú getir notað allt sem er í boði á síðunum t.d. aðgang að öruggum svæðum síðunnar. Þar sem þessar kökur eru nauðsynlegar er ekki hægt að hafna þeim án þess að skerða virkni síðunnar.
Nauðsynlegar vefkökur eru okkur ómissandi til að vefsíðan virki eins og ætlast er til. Þar á meðal til að skrá sig inn í Inkasso kerfið.
Þau eru einnig notuð til að fylgjast með afköstum og frammistöðu vefsíðunar og til að merkja sérstaklega hluta vefsíðunnar sem hafa með heimsókn notandans að gera. Þau safna engum upplýsingum sem hægt er að auðkenna notandann með.
Þriðja-aðila vefkökur sem eru til komin vegna þjónustu sem Inkasso ehf. kaupir af þriðja aðila t.d. greiningar- og auglýsingavefkökur. Með því getur Inkasso ehf. aðlagað vefsvæðin betur að þörfum notenda, greint notkun vefsvæða betur, sent einstaka tölvupósta á notendur til þess að auka notendaupplifun og þjónustustig og útbúið markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar ákveðnum markhópum. t.d. með því að skoða:
• Fjölda gesta, fjölda heimsókna frá gestum, dags- og tímasetningu heimsóknar
• Hvaða síður innan vefsvæða eru skoðaðar og hversu oft
• Tegund skráa sem eru sóttar af vefsvæðunum
• Hvaða tæki, stýrikerfi eða tegund vafra er notað til skoðunarinnar
• Hvaða leitarorð úr leitarvélum vísa á vefsvæðin
• Þriðju-aðila vefkökur senda upplýsingar um þig til annars vefsvæðis í eigu þriðja aðila eins og Google, Facebook, Mailchimp og Hotjar. Þessir þriðju aðilar geta einnig komið vefköku fyrir í netvafra þínum og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir þínar á vefsvæði Inkasso ehf. og hvaða efni þú hefur áhuga á að skoða.
Hvernig get ég lokað á vefkökur?
Þú getur lokað á notkun vefkaka í stillingum vafrans sem þú ert að nota til að skoða þessa vefsíðu. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að slökkva á vefkökum og á heimasíðu “About Cookies” er að finna ítarlegar upplýsingar um hvernig hægt er að hafa umsjón með vefkökum í flestum tegundum vafra.