Aðeins um okkur
Inkasso var stofnað 2010 og er eitt stærsta innheimtufyrirtæki landsins. Inkasso starfar skv. innheimtulögum nr. 95/2008 og er með innheimtuleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Inkasso uppfyllir þannig ströng skilyrði um upplýsingaskyldu og meðferð innheimtufjár.
Við umbreytum innheimtuþjónustu á Íslandi, gerum hana manneskjulegri og stuðlum að hugarfarsbreytingu gagnvart innheimtuferlinu hjá öllum sem það snertir.
Við erum fagfólk í innheimtu og snertum yfir 80 þúsund kröfur í hverjum mánuði.
Inkasso hefur sett sér skýr markmið þegar kemur að sjálfbærnimálum. Við vinnum að heilindum að því hafa jákvæð áhrif þar sem mögulegt er. Inkasso er því félagi í Festu.
Stuðst er við alþjóðastaðalinn ISO 26000 við innleiðingu stefnunnar og með henni styður félagið með virkum hætti við 7 af 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Við erum í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt ströngum skilyrðum Creditinfo og fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri skv. Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Almennar upplýsingar
Nafn fyrirtækis: Inkasso ehf.
Kennitala: 630413-0360
VSK númer: 113717
Leyfi: Innheimtuleyfi frá Fjármálaeftirlitinu
Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið