Fara á efnissvæði

Vinnustaðurinn

Við erum samstilltur hópur með breiða þekkingu, mikla reynslu og síðast en ekki síst sameiginlega sýn á innheimtumál. Samskipti eru opin og allir fá tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfið.

Heilsueflandi vinnustaður

Við leggjum áherslu á heilbrigði og vellíðan en við hvetjum starfsfólk til að huga að heilbrigðu líferni og leggja rækt við eigin heilsu. Starfsfólk fær íþróttastyrk auk þess sem að við skipuleggjum og stundum útiveru saman.

Öflugt starfsmannafélag

Starfsmannafélagið heldur úti öflugu skemmtanastarfi með margvíslegum uppákomum og viðburðum yfir árið. Við fögnum bæði litlum og stórum sigrum innan fyrirtækisins og þjöppum þannig hópnum betur saman.


Lykilstjórnendur

Guðmundur MagnasonGuðmundur Magnason

Framkvæmdastjóri

Guðmundur var framkvæmdastjóri Heimkaupa 2014-2020. Þar áður var hann framkvæmdastjóri hjá Latabæ frá árinu 2008 þangað til fyrirtækið var selt til Turner Broadcasting árið 2014. Guðmundur elskar að spila borðspil enda rak pabbi hans spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi um áratugaskeið.
gm(hjá)inkasso.is

BorghildurBorghildur Ágústsdóttir

Fjármála og rekstrarstjóri

Borghildur stýrir fjármálum félagsins með styrkri hendi. Þú kemur ekki að tómum kofanum hjá henni því hún var m.a. fjármálastjóri Icelandair Hótelanna í 12 ár! Þegar hún er ekki fyrir framan Excel þá er ekki ólíklegt að þú finnir hana á hestbaki eða skíðum!
borghildur(hjá)inkasso.is

Hrund AndradóttirHrund Andradóttir

Þjónustustjóri

Hrund er með BA gráðu í mannfræði og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem þjónustustjóri hjá Heimkaupum á árunum 2019-2021. Það kom fáum á óvart þegar Hrund skráði sig á spunanámskeið en hún hefur gaman af nýjum áskorunum sem ýta henni út fyrir þægindarammann.
hrund(hjá)inkasso.is

Jóhann Valberg ÁrnasonJóhann Valberg Árnason

Sölustjóri

Jóhann stýrir sölustarfseminni auk þess að halda utan um núverandi viðskiptavini. Hann er reynslubolti úr bransanum, var sölustjóri hjá Mílu og var þar í tæp 10 ár! Jóhann er þannig langhlaupari hvernig sem á það er litið því hann hefur tekið nokkur maraþon og ultra maraþon um ævina.
johann.arnason(hjá)inkasso.is

 

Daði ÁrnasonDaði Árnason

Tæknistjóri

Daði er hokinn af reynslu þegar kemur að því að stýra þróun sérskrifaðra kerfa. Þótt ungur sé hefur hann verið í tæp 20 ár í bransanum sem þróunarstjóri og kerfisverkfræðingur.
dadi(hjá)inkasso.is

Hanna Birna JónasdóttirHanna Birna Jónasdóttir

Sérfræðingur í upplýsingatækni

Hanna hefur mikla reynslu þegar kemur að rekstri og þróun innheimtukerfa. Hún hóf störf hjá Momentum árið 2012 en þar áður vann hún í 6 ár hjá Creditinfo. Hún er með BS gráðu í tæknifræði (IT Engineer) frá Vitus Bering háskólanum í Danmörku. Það er ekki ólíklegt að þú hittir Hönnu með a.m.k. einni af dætrum sínum á samkomum þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna eða öðrum samfélagslega mikilvægum málum.
hanna(hja)inkasso.is

Ólafur KjartanssonÓlafur Kjartansson

Viðskiptastjóri

Ólafur hefur alþjóðlega reynslu í sölu og markaðsmálum. Hann hefur verið í framlínu viðskiptasviðs Inkasso-Momentum síðan í byrjun árs 2017 með stuttu hléi í COVID. Ólafur er jazzgeggjari sem nýtur þess að anda að sér ferska loftinu í sveitinni um helgar!
olafurk(hjá)inkasso.is