Fara á efnissvæði

Við erum til staðar fyrir greiðendur

Við hvetjum þig til að bregðast við. Ekki fresta málum. Ef ekki er hægt að greiða þá endilega hafa samband og við förum yfir hvaða lausnir eru í boði.

Tökum spjallið
Illustration

Greiðendavefur

Hér geturðu klárað málið sjálf(ur)! Viltu borga? Þarftu frest? Viltu skipta greiðslum? Hér finnurðu líka yfirlit yfir gjalddaga og greiðslur.

Manneskjuleg innheimtuþjónusta

Við hjá Inkasso erum til staðar fyrir greiðendur og leggjum okkur fram við að koma málum í farveg. Það er auðvitað alltaf best að greiða reikninga áður en þeir komast í vanskil en það gengur bara ekki alltaf.

Sama á hvaða stigi innheimtan er þá er ávallt hægt að leysa málin ef greiðsluvilji er fyrir hendi. 

Hafðu samband við ráðgjafa Inkasso og í sameiningu finnum við lausnir, við erum hér fyrir þig. 

Saman leysum við málin

Ef þú ert í greiðsluvanda og vilt koma þínum málum í farveg þá höfum við eftirfarandi lausnir:



  • Greiðslusamkomulag, þar sem greiðslunni er skipt upp yfir ákveðið tímabil. Alla jafna vara greiðslusamkomulög ekki lengur en í 6 mánuði. Innheimtu er frestað á meðan að samkomulag er í fullum skilum. Það er einfalt að sækja um greiðslusamkomulag á greiðendavef Inkasso. Ef vanskil eru alvarleg og komin í löginnheimtu þarft þú að hafa samband við ráðgjafana okkar.


  • Innheimtu er frestað um tiltekinn tíma en þá er komið í veg fyrir að kostnaður aukist á tímabilinu.


  • Ef greiðsluvandi er alvarlegur þá hvetjum við þig til þess að leita til umboðsmanns skuldara eða fjármálaráðgjafa í þínum viðskiptabanka. Láttu okkur vita og við veitum þér frest.

Algengar spurningar greiðenda

Hér eru svör við helstu spurningum greiðenda. Listinn er ekki tæmandi og ef þig vantar að vita meira, ekki hika við að hafa samband.

 

Er hægt semja um vanskil?

Já, ef greiðsluvilji er fyrir hendi þá finnum við lausnir. Hægt er að ganga frá greiðslusamkomulagi á greiðendavef Inkasso. Ef vanskil eru alvarleg hafðu þá samband og fáðu ráðgjöf. 

Hvað kostar greiðslusamkomulag?

Gjald fyrir gerð greiðslusamkomulags fer samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni. Seðilgjald, kr. 330, leggst á hvern greiðsluseðil sem stofnaður er í netbanka. 

Hvað gerist ef greiðslusamkomulag fer í vanskil?

Ef krafa í greiðslusamkomulagi er ekki greidd á réttum tíma þá fellur samkomulagið niður og krafan fer aftur í innheimtu.

Hvernig geng ég frá greiðslu?

Hægt er að greiða kröfu í heimabanka og í gegnum greiðendavef Inkasso. Ef þú ert með bréf í höndunum frá Inkasso þá er líka hægt að greiða eftir greiðslurönd (OCR rönd), sem kemur fram neðst í bréfinu.

Er hægt að fá yfirlit yfir ógreiddar kröfur?

Hægt er að sjá yfirlit yfir allar ógreiddar kröfur inná greiðendavef Inkasso eða hafa samband við ráðgjafa í þjónustuveri.

Ef búið er að skrá kröfu á vanskilaskrá og ég geri greiðslusamkomulag, er málið þá afskrifað hjá Creditinfo?

Nei, vanskilaskráning helst inni þangað til að krafa er að fullu greidd.