Vörum við tilraunum til netsvika
Svikatilraunum hefur farið fjölgandi undanfarið. Þær byggjast á því að fólk fær falska tölvupósta eða SMS. Athygli okkar hefur verið vakin á SMS skeytum sem sögð eru vera frá Inkasso. Þar er móttakanda bent á að fara inn á vefsíðu og greiða til að "forðast málskostnað" eins og það er orðað í skeytinu. Hlekkurinn leiðir á svikasíðu þar sem fólk er beðið um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þar sem reynt er að fá aðgang að netbanka viðtakanda.
Mikilvægt er að skoða öllum svona skilaboð vel og meðal annars skoða frá hvaða netfangi eða símanúmeri skilaboðin koma og inn á hvaða vefsíðu er verið að beina þér. Glöggir viðtakendur svikaskilaboðanna sem nú hafa verið send sjá t.a.m. að síðan sem sögð er vera síða Inkasso-Momentum endar á ".org" en ekki ".is".
ATH: Inkasso mun aldrei biðja greiðendur um notendanafn eða lykilorð og skráning inná Greiðendavef Inkasso er í gegnum rafræn skilríki á Ísland.is