Eru framtíðarskuldir þínar á tilboði í dag?
Staða meirihluta heimila landsins er með ágætum eins og Seðlabankinn orðar það. Samt er mikilvægt að huga að hækkandi verðlagi og þyngri greiðslubyrði lána til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika í framtíðinni.
Það er ákveðin mótsögn í því að hægt sé að spara með því að eyða eins og mörg tilboð, sem nú eru borin á borð landsmanna, gefa til kynna. Inkasso-Momentum skorar á neytendur á að vera vel meðvitaða um eigin fjárhagsstöðu og ganga hægt um dyr neyslugleðinnar nú þegar tilboðsdagar standa sem hæst.
Okkar markmið er að leysa mál þeirra greiðenda sem einhverra hluta vegna hafa ekki náð að greiða reikninga á réttum tíma á lausnamiðaðan og manneskjulegan hátt... en helst af öllu myndum við einfaldlega ekki vilja fá þá í viðskipti.
Vonandi sjáumst við ekki!
Kær kveðja – Inkasso-Momentum teymið!