Fara á efnissvæði
Fréttir

Inkasso hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

14. október 2024
Það var okkur sönn ánægja að taka við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð.
Inkasso hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024
Afhending viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnun.

Viðurkenningarhafar þetta árið fengu tré til gróðursetningar í Jafnréttislundi FKA í Vífilsstaðahlíð. Sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin stuðlar að voru margar ólíkar tegundir trjáa í boði.

Við völdum okkur fallega stafafuru til að gróðursetja og þökkum FKA kærlega fyrir okkur.